Kristján Jónsson

18. Juli 2016 Written by   Published in family

Háyfirdómari og Íslandsráðherra Kristján Jónsson, 1852-1926, sýslumaður, háyfirdomari, alþingismaður (KristjánJónsson og KristjánJónsson2) og Íslandsráðherra (1911-1912), bankastjóri Íslandsbanka (1912-1914) fæddur á Gautlöndum við Mývatn, sonur Jóns Sigurðssonar alþingismanns (1828 - 1889 JónSigurðssonÁGautlöndum), bróðir Péturs atvinnumálaráðherra (1858 - 1922 PéturJónsson).

Lauk stúdentsprófi í Latínuskólanum í Reykjavík og lærði lögfræði í Kaupmannahöfn. Sem dómari var hann talinn vera svo réttlátur að starfsbræður hans kölluðu hann Aristides. Hann var beðinn af konungi að taka við ráðherraembætti, en honum vikið úr Sjálfstæðisflokknum skömmu eftir að taka að sér embættið. Þurfti Kristján að fást við vantraust flokksbræðra sinna og sagði af sér ári seinna.

Þótt hann hafi ekki verið langlífur í ráðherraembættinu stóð stjórnmálaferill hans í rétta tvo áratugi og er hann talinn vera í hópi fremsta og mest metnu manna á Íslandi.

More in this category: Sigurður Eggerz »

Leave a comment

Make sure you enter all the required information, indicated by an asterisk (*). HTML code is not allowed.